heyri ég Heimdall í horn blása, gyllt gjallarhorn gestum fagnar. Regnboginn skelfur; skrefhörðum mönnum bifrastar brú brakar undir. Sem vörður Valhallar ég vara yður: Fylkjast hingað fræknar hetjur. Bjóðið bekki og borð hlaðið! Öl berið inn, Óðinn fær gesti. Framtíð þjóðar fæddist með yður, sem fórnuðu lífi, en lifið þó í eilífum sóma afburðarmanna. Velkomnir, vinir... Valhallar til!!!