Hann liggur loks í jörðinni Með glottið enn þá á Minnti þig á höggin og bólgan var blá Höndin límd á skóflunni Blóðið storknað þurrt Dimman dal hann bjó til þú gengur burt Í hellinum bjó Drýsill í gervi prins þig inn dró Svart augnarað Með bros á vör og nautnarsvip saltaði sár Kveðjan er kær Því hans koss á vör minnti leður sem slær Orð leyndarmál Lék hann sér þar til marraði í beinum og sál Falinn í mold Hann dvelur nú í skugga, kulda og sorg Vargurinn var Í innsta vígi hann atgeirinn bar Engin var von Fyrr enn skildi var lyft og þú upp úr slíðrinu dróst