Þrælar
Gengilbeinur ræningja
Tannlausu kjölturakkar
Sníkjudýr brauðmylsna

Blindingjar og aumingjar
Neytendur og klámhundar
Grindhoruðu betlarar

Marklausu peð
Leiksoppar hrægamma
Úrhrök
Sameinist, ómagar
Bak í bak og dansið!

Við deyjum öll, má ég deyja með þér?
Áður en ég dey skal ég dansa með þér
Já skal ég dansa með þér

Varpið hulunni af hendi myrkrahöfðingjans
Steypið af stóli þrælapískaranum
Og látið hann súpa – eigið meðal

Setjið hann undir okið
Sameinist, ómagar, og þrælið aldrei framar
Bak í bak og dansið

Við deyjum öll má ég deyja með þér
Áður en ég dey skal ég dansa með þér
Já skal ég dansa með þér

Við deyjum öll ég vil deyja með þér
Sama hvað, sama hvert ég fer
Við deyjum öll, þú munt deyja með mér
Áður en ég fer, áður en ég fer
Skal ég dansa með þér

Dansið! Eða lútið oki kúgarans
Það er núna eða aldrei – dansið eða deyið
...
Áður en ég fer
Áður en ég fer
Skal ég dansa með þér